Vegna stöðu faraldurs COVID-19 hafa reglur um heimsóknir á Landspítala verið hertar. Nú getur aðeins einn gestur vitjað sjúklings á auglýstum heimsóknartímum á dag.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítala.
Þar segir að einungis gestir 12 ára og eldri séu leyfðir og að þeir þurfi undantekningarlaust að bera grímu á meðan heimsóknartíma stendur.
Gestir eru beðnir að koma ekki í heimsókn ef þeir eru í sóttkví, með einkenni eða bíða niðurstöðu úr sýnatöku.
Þá þurfi aðstandendur, sem nýkomnir eru að utan, að fara eftir sérstökum reglum.