Upplýsingamiðlun vekur spurningar

Birgir Guðmundsson, prófessor við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri.
Birgir Guðmundsson, prófessor við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Ljósmynd/Aðsend

Nýmæli í fjölmiðlun og breytingar á upplýsingastreymi kalla á endurskoðun hugmynda okkar um hvernig opinberar stofnanir og fyrirtæki koma inn í umræðuna.

Þetta segir Birgir Guðmundsson, prófessor við hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Í dag stendur Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir ráðstefnunni Þjóðarspegillinn, þar sem fræðafólk í ýmsum greinum hug- og félagsvísinda greinir frá.

Á ráðstefnunni fjalla Birgir og Ingibjörg Sigríður Elíasdóttir um breyttan veruleika í fjölmiðlun, svo sem að ýmsar stofnanir hafa nú gerst aðsópsmiklar við miðlun upplýsinga og öðlast þannig rödd í umræðunni. Eru ekki með sama hætti og áður í umfjöllun hefðbundinna fjölmiðla heldur láta til sín heyra á eigin forsendum og miðlum, sem geta verið vefsíður, samfélagsmiðlar eða hlaðvörp. Gagnvirk samskipti við almenning fara líka og í vaxandi mæli fram þarna.

„Formlegar reglur, lög og skilgreiningar á fjölmiðlastarfsemi og hefðbundnar hugmyndir um blaðamennsku ná ekki lengur almennilega utan um þessa þróun. Þetta hefur gerst með nýrri tækni og möguleikum,“ segir Birgir.

Kröftug starfsemi almannatengla og blaðafulltrúa

Þrengingar í rekstri hefðbundinna fjölmiða á seinni árum birtast í fækkun blaðamanna og þrengri starfsskilyrðum, að sögn Birgis. Á sama tíma hefur vaxið upp kröftug starfsemi almannatengla og blaðafulltrúa sem vinna við að koma upplýsingum til fjölmiðla og eftir atvikum annarra staða.

„Opinberar stofnanir hafa í vaxandi mæli fetað þessa slóð, sem vekur ýmis álitaefni, varðandi hlutverk fjölmiðla og opinberra starfsmanna,“ segir Birgir. Hann segir þetta miðlunarstarf opinberra stofnana sannarlega mikilvægt og sé yfirleitt rökstutt með vísun í bætt aðgengi að upplýsingum og betri þjónustu við borgarana. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert