Víkingaskip rak að Bessastöðum

Skipið Drakar þegar það var smíðað árið 2007.
Skipið Drakar þegar það var smíðað árið 2007.

Skipið Drakar strandaði við Bessastaðanes í dag en samkvæmt færslu Guðna Th. Jóhannessonar forseta á Facebook eru líklega um tólf aldir eða svo frá því að knörr sást fyrst við nesið.

Drakar er í eigu Sverr­is Ein­ars Ei­ríks­sonar sem festi kaup á vík­inga­skipinu í Tríni­dad og Tóbagó árið 2015.

Í viðtali í Morgunblaðinu er Sverrir keypti skipið segir að skipið sé smíðað árið 2007 í Bras­il­íu af manni sem kol­féll fyr­ir vík­inga­sög­um og ákvað að smíða vík­inga­skip eft­ir teikn­ingu sem hann fékk frá norsku safni og er sjálft Gaukstaðaskipið fyr­ir­mynd­in.

Í færslu Guðna segir að skipið hefur legið í Kópavogshöfn og svo virðist sem einhverjum hafi þótt sniðugt að leysa þar landfestar og rak skipið svo að Bessastaðanesi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert