Hélt innbrotsþjófi þar til lögreglan kom

Tilkynnt var um innbrot í hverfi 104 í Reykjavík um hálfáttaleytið í morgun. Sá sem tilkynnti lögreglunni um innbrotið hélt þeim sem braust inn þangað til lögreglan kom á vettvang.

Viðkomandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður þegar rennur af honum, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert