Í dag er spáð norðaustanátt, víða 3-10 metrum á sekúndu. Súld eða rigning verður norðaustan- og austanlands og dálítil væta norðvestan til en léttskýjað um landið suðvestanvert.
Hiti verður á bilinu 1 til 8 stig.
Í kvöld verður vaxandi norðanátt og á morgun verða norðan og norðvestan 8-15 metrar á sekúndu, en hvassara í vindstrengjum á Austurlandi. Þurrt verður sunnan heiða, rigning eða slydda norðaustanlands og snjókoma í innsveitum, en dálítil él norðvestan til. Heldur kólnandi.