Ólíklegt að verði af afléttingum 18. nóv.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Unnur Karen

Núverandi staða í kórónuveirufaraldrinum þýðir að ólíklegt er að öllum takmörkunum verði aflétt 18. nóvember næstkomandi, líkt og stefnt var að. Þetta kemur fram í pistli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í Morgunblaðinu í dag.

Segir hún ljóst að það skipti öllu máli að fólk fari áfram varlega, passi upp á sig og fólkið í kringum sig. Þá hvetur hún fólk til þess að láta bólusetja sig, hafi það ekki gert það, sem og að fá sér örvunarskammta, þegar þeir standi til boða.

78 innanlandssmit greindust í gær. Landspítalinn og hjúkrunarheimili hertu í gær reglur um heimsóknir vegna fjölgunar smita. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert