Talsverður segulstormur er á leið til jarðar og eru því ágætar líkur á mikilli norðurljósarsýningu í kvöld. Kp-gildi stormsins er 7 af 9 mögulegum.
Að sögn Veðustofu Íslands verður hægur vindur og léttskýjað á Suðurlandi og suðvesturhorninu „og því tilvalið að grípa með sér heitan drykk, góðan vetrarfatnað og njóta utandyra,“ segir í færslu á Facebook-síðu Veðurstofunnar.