Spyrja um kostnað við húsnæðisblað

Ráðhúsið.
Ráðhúsið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á fundi borgarráðs á fimmtudag lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks fram fyrirspurnir um tilurð og kostnað við bæklinginn Uppbygging íbúða í borginni sem borinn var í hús í höfuðborginni nýlega.

Á fundinum var lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

„Nú berst borgarbúum stórt tímarit í tengslum við húsnæðisáætlun borgarinnar og er útgefandi þess Reykjavíkurborg. Ekki er hægt að láta hjá líða í þessu samhengi, að minnast á átak borgarinnar þar sem borgarbúar voru hvattir til að sniðganga pappírsbæklinga en hér fer borgin enn og aftur sjálf gegn eigin hvatningu með því að dreifa pappír inn um allar lúgur óumbeðin. Í fyrra var sent út tímarit í tengslum við græna planið og var kostnaður við gerð þess um 10.240.777 kr. fyrir utan virðisaukaskatt. Óskað er upplýsinga um hvar og hvenær ákvörðun um útgáfu þessa bæklings var tekin og hvaða fjárheimildir hafi legið fyrir ákvörðuninni. Fór gerð bæklingsins og dreifing í útboð? Hvað kostaði hönnun, prentun og dreifing bæklingsins? Hver var heildarkostnaður við vinnslu blaðsins og í hverju fólst hann?“

Þá lagði fulltrúi Miðflokksins fram fyrirspurn um kostnað við húsnæðisblað Reykjavíkurborgar sem dreift var 26. október 2021, tæmandi talið og sundurliðað. Þessum spurningum verður væntanlega svarað innan tíðar á sama vettvangi.

Fram kom í blaðinu að Athygli sá um textavinnu og Ritform um umbrot. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert