Staðan á spítalanum tvísýn

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, segir að mönnunarvandi á sjúkrahúsinu geti leitt til þess að almenningur þurfi að búa við takmarkanir enn á ný. Staðan sé mjög tvísýn. 

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Guðlaug sagði að helsta áskorun spítalans væri mönnun; það væri skortur á hjúkrunarfræðingum og heilbrigðisstarfsfólki. Þau sem hefðu staðið í framlínunni um lang skeið væru orðin lúin. 

Hún sagði jafnframt að daglega væri tekin afstaða hvort færa ætti sjúkrahúsið upp á hættustig sem væri afdrifarík ákvörðun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert