Ungir sem aldnir halda upp á hrekkjavöku

Starfsfólk og íbúar á Mörk létu ekki sitt eftir liggja.
Starfsfólk og íbúar á Mörk létu ekki sitt eftir liggja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hrekkjavaka er á morgun, sunnudag, samkvæmt dagatalinu. Íslendingar hafa í seinni tíð tekið hrekkjavökuhátíðinni opnum örmum og hafa hátíðahöldin aukist ár frá ári.

Börn hafa klætt sig í búninga í skólum, og munu án efa ganga víða í hús á morgun.

Það verður einnig sífellt algengara að fullorðnir hópi sig saman og geri sér glaðan dag með viðeigandi sprelli. Starfsfólk og íbúar á hjúkrunarheimilinu Mörk létu ekki sitt eftir liggja í hátíðahöldunum í gær og höfðu skreytt húsnæðið hátt og lágt. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert