Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í hverfi 105 laust fyrir miðnætti. Hann er sagður hafa hótað fólki með hamri. Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglunnar.
Mikill erill var hjá lögreglunni í gærkvöldi og í nótt. 117 mál voru skrá frá klukkan 17 til 5. Mikið var um hávaðatilkynningar, mál tengd ölvun og ofurölvi einstaklingum og slagsmálum, meðal annars. 10 manns voru vistaðir í fangageymslu lögreglu.
Ungur maður í annarlegu ástandi var handtekinn við veitingahús í miðbæ Reykjavíkur upp úr klukkan tíu í gærkvöldi. Tilkynnt hafði verið um að maðurinn væri að lemja dyravörð og var hann í tökum þegar lögrega kom á vettvang. Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu.
Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um reiðhjólaslys í Mosfellsbæ. Sá sem tilkynnti um slysið var úti að hlaupa og sá mann liggja í götunni. Hann mun hafa dottið af reiðhjóli og var með áverka í andliti. Maðurinn hafði verið með hjálm á höfði en mikil hálka var á vettvangi. Maðurinn var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar.
Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í fjölbýlishúsi í Kópavogi um eittleytið í nótt. Hann er grunaður um brot á vopnalögum og var hann vistaður í fangageymslu.
Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í Kópavogi um tvöleytið. Búið var að spenna upp glugga og fara inn. Ekki er vitað hverju var stolið.
Bifreið var stöðvuð í hverfi 104 eftir hraðamælingu. Hraðinn mældist 126 km á klst. þar sem leyfður hámarkshraði er 60 km/klst og var ökumaðurinn færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Bifreið var stöðvuð eftir hraðamælingu á Kringlumýrarbraut á 119 km hraða á klst. þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Ökumaðurinn gekkst við brotinu.