Maður með Covid-19 lést á Landspítala

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi.

Maður smitaður af Covid-19 lést á Land­spít­al­an­um í dag. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is lá maður­inn inni á Land­spít­ala þegar smitið greind­ist og ekki hef­ur enn feng­ist staðfest hvort um sé að ræða and­lát af völd­um sjúk­dóms­ins.

Már Kristjáns­son, yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­deild­ar Land­spít­al­ans, staðfesti and­látið í sam­tali við Vísi og sagði að málið hafi verið til­kynnt sótt­varna­lækni.

Hvorki náðist í Má Kristjáns­son né sótt­varna­lækni við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert