Ekið var á gangandi vegfaranda við gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar í kvöld og var einn sjúkrabíll sendur á vettvang. Þetta staðfestir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í samtali við mbl.is.
Ekki er talið að maðurinn sé alvarlega slasaður. Hann er með meðvitund en var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi.