Vikið úr landsliði fyrir kynferðisbrot

Jóhanni Rúnari Skúlasyni hefur verið vikið úr landsliði Íslands í …
Jóhanni Rúnari Skúlasyni hefur verið vikið úr landsliði Íslands í hestaíþróttum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Stjórn Lands­sam­bands hesta­manna­fé­laga (LH) og landsliðsnefnd hafa tekið ákvörðun um að víkja ein­um landsliðsmanni úr landsliðshópi Íslands í hestaíþrótt­um. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá stjórn Lands­sam­bands hesta­manna­fé­laga.

Hestafrett­ir.is greina frá því að um­rædd­ur landsliðsmaður sé Jó­hann Rún­ar Skúla­son.

Ákvörðunin er tek­in í ljósi nýtil­komna upp­lýs­inga um dóm sem landsliðsmaður­inn hlaut fyr­ir kyn­ferðis­brot en stjórn sam­bands­ins og landsliðsnefnd hafði ekki verið kunn­ugt um dóm­inn. 

Til þess fallið að skaða ímynd LH

Í til­kynn­ingu stjórn­ar seg­ir í fram­hald­inu:

„Stjórn LH tel­ur óverj­andi að þeir sem hafi gerst sek­ir um og eða hlotið refsi­dóm fyr­ir al­var­legt kyn­ferðis­brot séu í landsliðshópn­um og komi fram sem full­trú­ar LH fyr­ir Íslands hönd, hvort sem er hér á landi eða á er­lendri grundu. Er slíkt til þess fallið að skaða ímynd LH, lands­ins og hestaíþrótt­ar­inn­ar í heild, einnig er það and­stætt þeim gild­um sem LH stend­ur fyr­ir, en sam­bandið tek­ur skýra af­stöðu gegn öllu of­beldi.

LH er sér­sam­band inn­an Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Íslands (ÍSÍ), en sam­kvæmt lög­um ÍSÍ  er óheim­ilt að velja ein­stak­linga sem hlotið hafa refsi­dóma vegna kyn­ferðis­brota sam­kvæmt XXII. kafla al­mennra hegn­ing­ar­laga til starfa inn­an íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar, gild­ir þetta bæði um þá ein­stak­linga sem starfa sem sjálf­boðaliðar og launþegar. Stjórn LH hef­ur m.a. litið til þess­ar­ar reglu við ákvörðun sína um að vísa landsliðsmann­in­um úr landsliðshópn­um. Auk þess hef­ur verið litið til sam­bæri­leg­ar reglu sem samþykkt var á FEIF þingi 2019 og er að finna í viðauka 9 í lög­um LH.

Á vett­vangi LH og ÍSÍ fer nú fram vinna við end­ur­skoðun reglna og um­gj­arðar er varðar of­beld­is- og kyn­ferðis­brot og hvaða skil­yrði iðkend­ur þurfi að upp­fylla sem keppa fyr­ir hönd sam­bands­ins.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert