72 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 38 í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram á Covid.is. 28 af þeim sem greindust voru óbólusettir. 8 smit greindust á landamærunum og er beðið eftir mótefnamælingu í þremur tilvikum.
13 eru á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. Báðir þeirra eru í öndunarvél. Sex þeirra 13 sem liggja inni eru óbólusettir.
Tekin voru 2.902 sýni, þar af 1.919 vegna landamæraskimunar.
897 eru núna í einangrun og 1.169 í sóttkví. Sem fyrr eru langflestir í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, eða 620, sem er fjölgun um 15 frá því fyrir helgi þegar síðustu tölur voru birtar á Covid.is. 85 eru í einangrun á Suðurlandi, sem eru tíu fleiri en síðast, og 59 á Norðurlandi eystra, sem eru sex fleiri en síðast. Á Suðurlandi fækkar þeim sem eru í einangrun úr 55 í 39.
14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa er nú 252,0. Á landamærunum er nýgengið 24,8.