Enn streyma gosgufur jafnt og þétt upp úr gíg 5 í Geldingadölum og virðist því eitthvað líf vera eftir í honum, að því er segir á facebooksíðu eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands.
Myndir sem fylgja færslunni og myndskeið sem var tekið á laugardaginn benda til þess að ný kvika sé að komast nægilega grunnt upp í gosrásina til þess að afgasast.
Almannavarnarstig í Geldingadölum var lækkað úr hættustigi niður í óvissustig í síðasta mánuði vegna þess að virknin í gígnum hafði þá legið niðri í fjórar vikur.