Grét yfir bréfunum

Í nýjustu bók sinni, Lækninum í Englaverksmiðjunni, fjallar Ásdís Halla um viðkvæm og persónuleg mál en í þetta sinn mál eru þau ekki eru tengd henni eða hennar nánustu, heldur fjarskyldum ættingja. Því tók það ekki eins á að skrifa bókina nýju, eða að ræða hana í þessu viðtali, en í fyrri viðtölum var oft stutt í tárin.

„Það er mun auðveldara að ræða um þessa bók. Ég man þegar við ræddum hinar bækurnar var ég alveg með tárin í augunum nokkrum sinnum, og kannski meira að segja streymdu þau stundum. En þó hef ég nokkrum sinnum grátið yfir gögnum sem tengjast Moritz. Einu sinni var ég að lesa bréf frá systkinum hans, en það sem gerðist var mikill harmleikur fyrir alla fjölskylduna. Bréfin voru skrifuð með bleki á mjög þunnan pappír og ég þurfti að halla mér yfir þau til að lesa, en þurfti að passa mig að hreinlega skemma ekki bréfin með tárum mínum. Það hafa vaknað alls kyns tilfinningar, því þó þetta sé ekki mitt líf þá endurspeglar harmleikur læknisins áföll sem eru sambærileg við eitthvað sem margir gætu lent í.“

Áskrifendur geta nálgast þáttinn í heild hér.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert