Hrundi úr loftinu á Norðfjarðargöngum

Frá svæðinu nú síðdegis.
Frá svæðinu nú síðdegis. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Norðfjarðargöngum hefur verið lokað um óákveðinn tíma eftir að sprautusteypa, að því er virðist, hrundi úr loftinu.

Frá Norðfjarðargöngum nú síðdegis.
Frá Norðfjarðargöngum nú síðdegis. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að smávegis hafi hrunið úr loftinu og að líklega hafi þetta verið sprautusteypa, en hún er notuð til bergstyrkingar.

Engir bílar urðu fyrir efninu sem hrundi en „það er ekki gott að það hrynji svona niður á umferðina“, segir G. Pétur.

Unnið er að því að koma því sem hrundi í burtu úr göngunum með tilheyrandi tækjum og skoða þarf aðstæður vel áður en þau verða opnuð á nýjan leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert