Framleiðsla á kindakjöti var 4.102 tonn nú í september. Er það um fjögur prósent minna en í september í fyrra.
Þetta kemur fram í nýju talnaefni Hafstofunnar.
Þá var framleiðsla á nautakjöti þrjú prósent minni en í september í fyrra, svínakjötsframleiðslan dróst saman um eitt prósent og framleiðsla á alifuglakjöti var fimm prósent meiri.