Takast á við hatursglæpi í samfélaginu

Úlfar Viktor Björnsson og Hörður Torfason ræddu hatursglæpi og hatursorðræðu …
Úlfar Viktor Björnsson og Hörður Torfason ræddu hatursglæpi og hatursorðræðu en Jódís Skúladóttir stjórnaði umræðunum. mbl.is/Óttar

Samtökin '78 héldu félagsfund á laugardag og að honum loknum voru haldnir tveir viðburðir í Norræna húsinu, Kynslóðaspjall tvíkynhneigðra karla og viðburðurinn Hatur, nú og þá, þar sem Hörður Torfason og Úlfar Viktor Björnsson ræddu hatursglæpi og hatursorðræðu en Jódís Skúladóttir stjórnaði umræðunum.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður samtakanna, segir hatursglæpi á Íslandi vera annars eðlis en í þeirri „hefðbundnu“ mynd sem fólk þekkir. „Við sjáum þetta meira á netinu í dag þar sem fólk felur sig á bak við nafnleynd,“ segir Þorbjörg og bætir við að það sem hafi verið mest sláandi við samtal Harðar og Úlfars var hversu svipuð upplifun þeirra er þrátt fyrir aldursmun. „Þeir hafa báðir lent í hatursglæpum og árásum, afleiðingarnar voru mjög svipaðar fyrir þá báða,“ segir hún og nefnir sérstaklega sálrænu áhrifin.

Safna saman sögum

Þorbjörg segir að viðburðurinn hafi verið haldinn í ljósi umræðu um hatursskilaboð og hótanir sem jaðarsettir hópar, svo sem samkynhneigðir, hafa fengið undanfarið á samfélagsmiðlum. „Okkur fannst mikilvægt að ræða þetta,“ segir hún og hvetur fólk til þess að láta samtökin vita ef það verður fyrir hatursglæpum. „Við viljum safna saman sögum og reyna að átta okkur á stöðunni og veita aðstoð þegar hægt er.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert