Texti um morð á verkalýðsforkólfi talar til Viðars

Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður, …
Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður, fylgir honum í humátt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, kemur sér aldeilis ekki beint að efninu í stöðuuppfærslu á facebooksíðu sinni, þar sem hann tjáir sig um sviptingarnar innan stjórnar félagsins í gærkvöldi og í dag.

Svo virðist sem hann líki fyrrverandi stjórn og starfsmönnum Eflingar við spillta verkalýðsforkólfa í Bandaríkjunum á miðri 20. öld í pistli sínum.

Viðar lét af störfum sem framkvæmdastjóri í dag eftir að trúnaðarmenn starfsfólks Eflingar sökuðu Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann félagsins, um ógnarstjórnunartilburði. Sólveig Anna tilkynnti um afsögn sína seint í gærkvöldi.

Morðið á Yablonski

Í upphafi pistilsins vísar Viðar til baráttusöngva Hazel Dickens, sem söng inn á kvikmyndina Harlan County, USA og segist hann hafa fengið áhuga á sögu verkalýðsbaráttu í Bandaríkjunum út frá því. Eitt lag Dickens er um morðið á bandaríska verkalýðsforkólfnum, Jock Yablonski, á sjöunda áratugnum.

Lesa þarf í gegnum sögu Yablonskis, sem myrtur var af keppninautum sínum í stéttarfélaginu United Mine Workers, áður en komið er að því þegar Viðar líkir lagi Dickens um atburðinn við afsögn sína og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formanns Eflingar.

„Sem betur fer er það ekki svo á Íslandi árið 2021 að þau sem halda uppi gagnrýni innan verkalýðshreyfingarnnar eða styggja sitjandi klíkur séu myrt í köldu blóði sínu,“ segir Viðar og vísar svo í lag Hazel Dickens um morðið á Yablonski. Textinn segir Viðar að tali til sín. 

„Well it’s cold blooded murder friends, I’m talking about

Now who’s gonna stand up and who’s gonna fight?

You better clean up that union, put it on solid ground

Get rid of that dirty trash, that keeps a working man down.“

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert