Traust til yfirvalda vegna Covid-19 enn mikið

Þríeykið Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller hafa staðið …
Þríeykið Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller hafa staðið í stafni fyrir heilbrigðisyfirvöld og almannavarnir í gegnum heimsfaraldur Covid-19. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sextíu og átta prósent landsmanna treysta heilbrigðisyfirvöldum og almannavörnum mjög vel eða fullkomlega til þess að takast á við heimsfaraldur Covid-19. Séu þeir, sem treysta heilbrigðisyfirvöldum og almannavörum frekar vel, taldir með eru telja það 89 prósent. 

Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 

Aðeins sjö prósent svöruðu því til, að treysta heilbrigðisyfirvöldum og almannavörnum hvorki lítið né mikið fyrir verkefninu, þrjú prósent sögðust treysta frekar illa, eitt prósent mjög illa og enginn sagðist alls ekki treysta heilbrigðisyfirvöldum og almannavörnum fyrir verkefninu. 

Langflestir telja ríkisstjórnina, heilbrigðisyfirvöld og almannavarnir gera hæfilegar ráðstafanir vegna faraldursins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert