Tveir á gjörgæslu í öndunarvél

Heilbrigðisstarfsfólk á Landspítalanum.
Heilbrigðisstarfsfólk á Landspítalanum. Ljósmynd/Landspítalinn

Þrettán sjúklingar liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19 og eru þeir allir fullorðnir. Sex þeirra eru óbólusettir. Tveir eru á gjörgæslu, báðir í öndunarvél.

Meðalaldur þeirra sem liggja inni er 56 ár, að því er segir í tilkynningu.

946 sjúklingar, þar af 238 börn eru á Covid-göngudeild spítalans. Nýskráðir þar í gær voru 53 fullorðnir og 22 börn.

Frá upphafi fjórðu bylgju hefur 151 verið lagður inn vegna Covid-19 á spítalann.

Landspítalinn er á óvissustigi, sem er fyrsta af þremur viðbragðsstigum spítalans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert