Umferð minni bíla beint um Oddskarðsgöng

Norðfjarðargöngum var lokað í dag eftir að steypa hrundi úr …
Norðfjarðargöngum var lokað í dag eftir að steypa hrundi úr loftinu. Ljósmynd/Vegagerðin

Umferð um Norðfjarðargöng verður áfram lokuð eft­ir að steypa hrundi úr loft­inu á Norðfjarðargöng­um í morg­un. Oddskarðsgöng hafa verið opnuð í staðinn fyrir minni bíla. 

Áhersla var lögð á að hreinsa gamlan veg sem hafði verið aflagður og hálkuverja hann til þess að geta beint umferð um Oddskarðsgöng meðan Norðfjarðargöng eru ófær. 

Oddskarðsgöng ráða þó ekki við stærri bíla, á við rútur og vöruflutningabíla og þeir verða því að sæta því að komast ekki á milli eins og ástatt er. 

Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar bendi á að það sé talsverð hálka á veginum þó búið sé að hálkuverja hann eftir fremsta megni og því skuli fólk aka varlega. 

Hann segir að á morgun verði farið á fullt í að koma Norðfjarðargöngunum aftur í gagnið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert