Vel bólusett á helstu áfangastöðum

Maður á gangi á John F. Kennedy-flugvellinum í New York …
Maður á gangi á John F. Kennedy-flugvellinum í New York í mars í fyrra þegar ferðalög á milli landa lágu að mestu leyti niðri. AFP

Aukinn ferðahugur er í Íslendingum, en helstu áfangastaðir í beinu flugi frá Íslandi eru í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, allir í löndum, þar sem mikill árangur hefur náðst í bólusetningu við kórónuveirunni.

Þetta kort sýnir stöðu bólusetninga í löndum heimsins.
Þetta kort sýnir stöðu bólusetninga í löndum heimsins.

Hins vegar hafa þau farið nokkuð misvel út úr smitum að undanförnu, sem rétt er að tilvonandi ferðalangar kynni sér, auk mismunandi takmarkana, sem þar kunna að gilda. Þá getur smittíðnin innan einstakra landa verið mjög mismikil eftir borgum og landssvæðum.

Það á kannski ekki síst við um Bandaríkin, sem hafa verið nánast lokuð undanfarna mánuði, en verða opnuð fyrir bólusetta farþega næsta mánudag, eftir viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert