Verður skráð sem Covid-tengt andlát

Einstaklingurinn sem lést í gær var ekki lagður inn vegna …
Einstaklingurinn sem lést í gær var ekki lagður inn vegna Covid-19 sjúkdómsins. mbl.is/Jón Pétur

Ein­stak­ling­ur­inn sem lést í gær á Land­spít­ala greind­ur með Covid-19 sjúk­dóm­inn var lagður inn af öðrum or­sök­um, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu Land­spít­ala. And­látið verður þó skráð sem Covid-tengt and­lát, að sögn Þórólfs Guðna­son­ar sótt­varna­lækn­is.

Greint var frá því í gær að ein­stak­ling­ur smitaður af Covid-19 sjúk­dómn­um hefði lát­ist á spít­al­an­um. Ekki hafði feng­ist staðfest þá hvort að and­látið væri af völd­um sjúk­dóms­ins.

„Þetta verður skráð sem Covid-and­lát og það er ekki hægt annað en að gera það. Maður veit aldrei ná­kvæm­lega fyr­ir víst hver or­sök­in er. Við vit­um að Covid get­ur verið mjög al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur hjá fólki með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Það þolir Covid verr, því það veld­ur allskon­ar bólgu svari í lík­am­an­um og ala­var­legu ástandi sem get­ur gert und­ir­liggj­andi veik­indi enn þá verri,“ seg­ir Þórólf­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert