Viðar fylgir Sólveigu og hættir líka

Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson.
Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Eflingar, mun afhenda uppsagnarbréf sitt í dag og hætta þannig störfum fyrir félagið. 

Það gerði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður félagsins, einnig. 

Þetta segir Viðar við Kjarnann. 

Ástæðan er yfirlýsing trúnaðarmanna félagsins, þar sem ógnarstjórnunartilburðum Sólveigar er lýst. Yfirlýsingin var send fyrir hönd starfsmanna Eflingar í sumar en á nýlegum starfsmannafundi félagsins bauð Sólveig starfsfólki Eflingar að staðfesta frásögnina. Það var gert og taldi Sólveig sér ekki stætt sem formaður lengur og sagði því af sér. 

Sólveig sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi þar sem hún greindi frá málinu. Í yfirlýsingunni segir að starfsfólk Eflingar hafi hrakið hana úr starfi. 

Mér þykir það ótrúlegt að það sé starfsfólk Eflingar sem í reynd hrekur mig úr starfi, með því að leyfa andstæðingum félagsins að hossa sér á ýkjum, lygum og rangfærslum um mig og samverkafólk mitt. Starfsfólk Eflingar hefur kosið að svipta mig því vopni sem hefur gert mér mögulegt að leiða sögulega og árangursríka baráttu verka- og láglaunafólks síðustu ár, mannorði mínu og trúverðugleika,“ segir Sólveig í yfirlýsingu á Facebook. 

Viðar Þorsteinsson svaraði ekki símtölum mbl.is í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert