Dyggum lesendum mbl.is tókst að festa vígahnöttinn, sem sást á himninum yfir Faxaflóa í gærkvöldi, á filmu og senda á mbl.is.
Sjónarvottar sögðu vígahnöttinn hafa verið bjartan og glitrað í grænum, bláum og fjólubláum litum skært áður en hann féll ofan í sjóndeildarhringinn.
Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að miðað við lýsingar sjónarvotta finnist honum líklegast að um sé að ræða litla steinvölu utan úr geimnum sem brann upp í andrúmsloftinu í um 60-100 metra hæð.
Þá má sjá vígahnöttinn birtast eftir um 30 sekúndur á þessu myndbandi: