85 smit innanlands

85 greind­ust með kór­ónu­veiruna inn­an­lands í gær, þar af voru 36 í sótt­kví við grein­ingu. Þetta kem­ur fram á Covid.is. 25 af þeim sem greind­ust voru óbólu­sett­ir. Fjögur smit greind­ust á landa­mær­un­um.

13 eru á sjúkra­húsi, þar af tveir á gjör­gæslu. Sex þeirra 13 sem liggja inni eru óbólu­sett­ir. 

Tek­in voru 3.086 sýni, þar af 1.833 einkennasýni.

932 eru nú í einangrun vegna Covid-19, en voru 897 í gær. 1.200 eru nú í sóttkví, en voru 1.169 í gær.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert