Áratuga svefntruflanir loks greindar

Katrín Júlíusdóttir og Svanhildur Hólm Valsdóttir eru gestir Dagmála í dag. Þær eru báðar framkvæmdastjórar virtra samtaka, og eiga það sameiginlegt að vera nýlega greindar með ADHD.

Greiningin kom þeim báðum í opna skjöldu, en Katrín hafði glímt við svefntruflanir áratugum saman. Við eftirgrennslan hvað gæti valdið þeim kom í ljós að hraðlestin í höfðinu á henni var ADHD. Svanhildur var ekki greind fyrr en í haust og er nýlega komin á lyf sem gera henni lífið auðveldara. 

Þessar tvær konur sem báðar eru þjóðþekktar deila hér reynslu sinni af ADHD og hverju greiningin breytti fyrir þær. Þetta er fróðlegur og skemmtilegur þáttur þar sem Eggert Skúlason ræðir við tvær nýgreindar ADHD-konur á besta aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert