Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum þjófum

Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem …
Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem eru grunaðir um skipulagða glæpastarfsemi. mbl.is/Ófeigur

Gæsluvarðhald var í gær framlengt yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsem. Karlmennirnir voru uppvísir af þjófnaði á úlpum úr verslun Bláa Lónsins og nam andvirði þýfisins nokkur hundruð þúsund króna. 

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu.

Í öryggismyndavélum sást að þangað höfðu þeir lagt leið sína nokkrum sinnum áður í sama tilgangi. Í kjölfarið voru sex einstaklingar handteknir og leiddi rannsókn málsins í ljós mikið magn meints þýfis í fórum fólksins. Var þar um að ræða dýra merkjavöru og að mestu fatnaður og ilmvötn.

Mennirnir voru upphaflega úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 1. nóvember en í gær var það framlengt til 8. nóvember.

Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert