Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar ásakanir um innilokun barns í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu.
Kennari og þrír starfsmenn grunnskólans hafa verið kærðir til lögreglu vegna meðferðar á barni sem lokað var eitt inni í svokölluðu „gulu herbergi“ eftirlitslaust.
Fréttablaðið greindi fyrst frá kærunni.
Varða meint brot bæði við hegningarlög og barnalög. Staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að embættið hafi kæru til meðferðar er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á starfssvæðinu, við Fréttablaðið.