Lyfin færðu mér ró og mikil lífsgæði

Svanhildur Hólm Valsdóttir segir að ADHD lyfin hafi breytt lífi hennar á skammri stundu. „Það varð bara þögn í höfðinu á mér." Svanhildur er gestur Dagmála í dag ásamt Katínu Júlíusdóttur. Báðar eru þær nýlega greindar með ADHD og komnar á lyf. Lífið er nú ekki bara öðruvísi heldur miklu auðveldara.

Katrín lýsir reynslu sinni af lyfjunum með þeim hætti að hún hafi í fyrsta skipti í áratugi sofið djúpsvefni í tíu tíma.

Róandi lyf og svefnlyf gerðu ekkert fyrir þær. En ADHD lyfin sem fyrir flesta myndu virka örvandi færir þeim frið og þögn. Október mánuður var helgaður ADHD og notaður til að upplýsa um þetta ástand sem þúsundir búa við, jafnvel árum eða áratugum saman áður en rétt greining fæst. Þær Svanhildur og Katrín deila með okkur reynslu sinni og hvernig þær hafa tekist á við þetta ástand frá barnaldri með ýmsum heimasmíðuðum ráðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert