Rafmagnslaust í Vesturbænum

Horft yfir Vesturbæ og út á Seltjarnarnes.
Horft yfir Vesturbæ og út á Seltjarnarnes. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Raf­magns­laust er í Vesturbæ Reykjavíkur og nágrenni vegna háspennubilunar. Unnið er að viðgerð.

Fram kemur á vef Veitna að rafmagnið hafi farið um klukkan 11.00 en vonast er til þess að það verði komið á innan stundar.

Fólki er bent á að slökkva á þeim raf­magns­tækj­um sem gætu valdið tjóni þegar raf­magn kem­ur á að nýju, svo sem elda­vél­ar, mín­útugrill og fleiri hit­un­ar­tæki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert