Segist ekki hafa verið dæmdur fyrir nauðgun

Jóhann Rúnar Skúlason segist ekki hafa verið dæmdur fyrir nauðgun …
Jóhann Rúnar Skúlason segist ekki hafa verið dæmdur fyrir nauðgun árið 1993. Ljósmynd/Landssamband hestamannafélaga

Knapinn Jóhann R. Skúlason, sem var vikið úr landsliði Íslands í hestaíþróttum í vikunni fyrir kynferðisbrot, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann leiðrétti meintar rangfærslur Mannlífs um þá dóma sem hann hefur hlotið.

Jóhann sagði ekki rétt að hann hafi verið dæmdur fyrir nauðgun eins og Mannlíf hélt fram í frétt sinni heldur hafi hann verið sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 202. gr. hegningarlaga sem kveður á um bann við samræði við börn yngri en 15 ára. 

Segist ekki hafa vitað hvað stúlkan var gömul

Það er líka rangt sem segir í fréttinni að ég hafi vitað hvað stúlkan var gömul. Hins vegar taldi dómurinn að ég hafi sýnt af mér stórfellt gáleysi um aldur stúlkunnar,“ segir í yfirlýsingu Jóhanns sem var birt á vefsíðu Eiðfaxa.

Þá segir hann einnig rangt að hann hafi borið ökklaband vegna dóms um heimilisofbeldis í Danmörku. Hann hafi í reynd verið dæmdur í 40 daga skilorðsbundið fangelsi og sagði því máli hafa lokið árið 2017.

Jóhann endar yfirlýsinguna sína á svofelldan hátt:

Ég get ekki breytt því liðna. Ég iðrast hins vegar gjörða minna og bið brotaþola í ofangreindum málum afsökunar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert