Stund milli eldhússtríða

Á myndinni er Sigurjón til hægri en til vinstri er …
Á myndinni er Sigurjón til hægri en til vinstri er Friðgeir Ingi Eiríksson, matreiðslumeistari á Eiríksson brasserie. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurjón Bragi Geirsson var kátur í bragði eftir að úrslit lágu fyrir í forkeppni kokkalandsliðsins, þar sem hann bar sigur úr býtum. Sigurjón kemur því til með að taka þátt í matreiðslukeppninni Bocuse d'Or fyrir hönd Íslands í mars 2022. Hann viðurkennir að hafa verið stressaður, enda búinn að stefna að þátttöku í fimm ár.

Þetta var í fyrsta skipti sem haldin er forkeppni fyrir Bocuse d'Or á Íslandi. „Yfirleitt er bara einn sem ákveður að fara en nú vorum við tveir frambærilegir sem sóttum um svo það varð að halda forkeppni,“ segir Sigurjón. Þótt hann hafi ekki tekið þátt í Bocuse d'Or áður hefur hann fylgst með af áhorfendapöllunum.

„Þessi keppni er einstök, fólk er að hvetja eins og á handboltaleik,“ segir Sigurjón. Hann hafði ekki nema níu daga til að undirbúa sig fyrir forkeppnina. Um miðbik mánaðarins verður þemað svo tilkynnt fyrir Bocuse d'Or. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert