91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 40 í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram á Covid.is. 29 af þeim sem greindust voru óbólusettir og var bólusetning hafin hjá þremur. Þrjú smit greindust á landamærunum.
17 eru á sjúkrahúsi, þar af fimm á gjörgæslu.
Tekin voru 3.372 sýni, þar af 1.695 einkennasýni.
938 eru nú í einangrun vegna Covid-19, en voru 932 í gær. 1.195 eru nú í sóttkví, en voru 1.200 í gær.