Áfrýja dómi í launamáli yfirlögregluþjóna

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Embætti rík­is­lög­reglu­stjóra og ís­lenska ríkið hafa áfrýjað fjór­um mál­um sem töpuðust fyr­ir héraðsdómi til Lands­rétt­ar. Um er að ræða mál fjög­urra yf­ir­lög­regluþjóna hjá embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna ákvörðunar rík­is­lög­reglu­stjóra að aft­ur­kalla launa­hækk­an­ir sem fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri hafði veitt.

Á áfrýj­un­ar­skrá Lands­rétt­ar má nú sjá að mál­un­um fjór­um var áfrýjað í gær.

Í héraðsdómi var fall­ist á aðal­kröf­ur yf­ir­lög­regluþjón­anna um að embætti rík­is­lög­reglu­stjóra ætti að greiða þeim laun í sam­ræmi við sam­komu­lag sem fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, Har­ald­ur Johann­essen, gerði við viðkom­andi starfs­menn í lok ág­úst 2019 um end­ur­skoðun á launa­kjör­um.

Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri tók við embætt­inu af Har­aldi Johann­essen í mars 2020 en eft­ir að hún tók við boðaði hún að launa­hækk­an­irn­ar yrðu aft­ur­kallaðar og að embættið teldi sig ekki bundið því sam­komu­lagi sem gert hefði verið við nokkra yf­ir­lög­regluþjóna í lok ág­úst 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert