Katrín fundar með fjölda þjóðarleiðtoga

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heilsar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands á ráðstefnunni …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heilsar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands á ráðstefnunni COP26. AFP

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands hefur fundað með leiðtogum WEGo samstarfsríkjunum (WellBeing Economy Governments) ásamt fjölda erlendra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnunni COP26 í Glasgow

Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnarráðsins.

Meðal þeirra leiðtoga sem Katrín hefur fundað með eru Zuzana Caputova forseti Slóvakíu,  Gitanas Nauséda forseti Litháen,  Sadyr Japarov, forseti Kyrgyzstan, Egils Levits, forseti Lettlands, Lazarus Chakwera, forseti Malaví og Alberto Fernández forseti Argentínu.

Í fundi forsætisráðherra með leiðtogum frá WEGo samstarfsríkjunum var rætt um stefnumörkun og reynslu ríkjanna af velsældaráherslum og áherslur í samstarfinu fram undan.

Auk þess tók hún þátt í hliðarviðburði norrænna forsætisráðherra um grænar fjárfestingar. Þar var m.a. greint frá fyriráætlun íslenskra lífeyrissjóða að fjárfesta 580 milljörðum króna í græn verkefni.

Forsætisráðherra er nú komin til Kaupmannahafnar þar sem hún situr fund Norðurlandaráðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert