Meltingarskurðlækni gert ófært að reka eigin stofu

Helgi hafði áður starfað sem skurðlæknir í Svíþjóð í átján …
Helgi hafði áður starfað sem skurðlæknir í Svíþjóð í átján ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helgi Birgisson, sjálfstætt starfandi ristil- og endaþarmsskurðlæknir, segist einn ekki fá samning um niðurgreiðslur á þjónustu sinni við ristilspeglanir hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hefur hann kært ákvörðunina til Héraðsdóms Reykjavíkur. 

Þetta kemur fram í viðtali við hann í nýjasta tölublaði Læknablaðsins

Helgi hafði áður starfað sem skurðlæknir í Svíþjóð í átján ár, ásamt því að gera þar ristilspeglanir. Segir Helgi að hann hafi opnað stofu fyrir faraldurinn en neyðst til að setja starfsemi hennar á ís vegna samningsleysis við Sjúkratryggingar. 

Ekki unnt að gera samning

Helgi segir að Sjúkratryggingar hafi neitað að niðurgreiða ristilspeglanir hans þar sem samningur SÍ um speglanir nái aðeins til meltingarlækna en ekki ristilskurðlækna.

Sjúkratryggingar staðfestu að ekki sé unnt að gera samning við Helga í svari við fyrirspurn Læknablaðsins. Þó hafi fimm læknar sem ekki eru meltingarlæknar fengið greiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands vegna ristilspeglana. 

Finnst Helga sér mismunað af stofnuninni og segist ekki geta tekið á móti sjúklingum á meðan þeir njóti ekki niðurgreiðslna frá Sjúkratryggingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert