Seðlabanki Íslands skuldbatt sig í dag til þess að stefna að kolefnishlutleysi í eigin starfsemi í ár. Þá hefur hann einnig sett sér markmið um að minnka kolefnisfótspor sitt um 40% fyrir árið 2030. Skuldbindingin er í tenglsum við yfirlýsingu samtaka grænni fjármálageira á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag.
Seðlabankinn er hluti af samtökunum sem lýstu yfir vilja sínum og ásetningi í dag til þess að „starfa saman að því að stuðla að og þróa bestu framkvæmd áhættustýringar í fjármálageiranum í tengslum við loftslags- og umverfismál og stuðla að sjálfbærri og umhverfisvænni fjárfestingu,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum.
Seðlabankinn skuldbatt sig auk þess til þess að leggja fram leiðbeiningar fyrir eftirlitsskylda aðila sem myndu auðvelda þeim að skilgreina, meta og vakta þá loftslagsáhættu sem kemur á efnahagsreikningum þeirra. Þá muni bankinn vinna með fjármálastofnunum „til að öðlast betri skilning á lofstlagsáhættuþáttum sem snúa að fjármálakerfinu og hagkerfinu í heild.“
Aðar skuldbindindgar seðlabankans eru eftirfarandi: