Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er búinn að skila minnisblaði til heilbrigðisráðuneytisins með tillögum um fyrirkomulag takmarkana á landamærunum. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í samtali við mbl.is.
Engar upplýsingar verða veittar að svo stöddu um efni minnisblaðsins en því er að jafnaði haldið leyndu þar til ríkisstjórnin hefur ráðið ráðum sínum. Núverandi reglugerð um ráðstafanir á landamærum gildir fram á laugardag.
Nokkur uppsveifla hefur verið í faraldrinum innanlands síðustu misseri en 91 greindist með kórónuveiruna í gær en af þeim af voru 40 í sóttkví við greiningu. Þá eru 17 eru á sjúkrahúsi, þar af fimm á gjörgæslu.