Þrír í öndunarvél vegna veirunnar

Fjórir eru á gjörgæslu, þrír þeirra í öndunarvél.
Fjórir eru á gjörgæslu, þrír þeirra í öndunarvél. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

16 sjúklingar liggja á Landspítala vegna COVID-19, þar af  eitt ungbarn. Átta eru óbólusettir. Fjórir eru á gjörgæslu, þrír þeirra í öndunarvél (þar af einn einnig í ECMO hjarta- og lungnavél). 

Meðalaldur þeirra sem liggja inni er 50 ár, að því er fram kemur í tilkynningu.

937 sjúklingar, þar af 224 börn, í COVID göngudeild spítalans. Nýskráðir þar í gær voru 72 fullorðnir og 21 barn.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hefur verið 157 innlögn vegna COVID-19 á Landspítala.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert