Staðfest smit hefur greinst hjá þremur starfsmönnum Norðuráls á Grundartanga og grunur er um smit hjá tveimur til viðbótar. Þetta staðfestir Sólveig Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúi Norðuráls í samtali við mbl.is.
Hún hefur ekki upplýsingar um fjölda þeirra starfsmanna hjá fyrirtækinu sem þurfa að fara í sóttkví eða smitgát vegna smitanna, en það er einhver hópur nánasta samstarfsfólks. Það hefur hins vegar engin áhrif á starfsemina á Grundartanga.
„Við erum erum rosalega passasöm. Þetta er 600 manna vinnustaður og okkur er skipt upp í 22 sóttkvíarhólf. Allt sem hefur komið upp hefur verið tekið föstum tökum. Það er lítill samgangur á milli og fólk er með grímur og hanska þegar og ef það þarf að fara á milli sóttkvíarhólfa.“