Tveir voru fluttir á slysadeild þó nokkuð slasaðir eftir að bíll fór út af vegi við Kjalarnes. Þetta staðfestir Eyþór Leifsson varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.
Eyþór segist ekki geta gefið frekari upplýsingar um ástand þeirra sem voru fluttir á slysadeild en að þeir hafi verið þó nokkuð slasaðir.
Annar bíll fór út af á svæðinu en það var minni háttar slys að sögn Eyþórs sem varar við fljúgandi hálku á svæðinu.