144 kórónuveirusmit innanlands

Frá sýnatöku við Suðurlandsbraut í dag. Þar myndaðist löng röð.
Frá sýnatöku við Suðurlandsbraut í dag. Þar myndaðist löng röð. mbl.is/Auðun

144 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, þar af 51 utan sóttkvíar. 17 eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af 5 á gjörgæslu. Svo margir hafa ekki greinst innanlands síðan í byrjun ágúst en 151 greindist 4. ágúst.

30. júlí greindust 154 með veiruna og er það metfjöldi smita innanlands á einum degi.

1.015 manns eru nú í einangrun en voru 938 í gær. 1.129 eru í sóttkví en voru 1.195 í gær. 

32 af þeim sem greind­ust voru óbólu­sett­ir og var bólu­setn­ing haf­in hjá þrem­ur. Sjö smit greind­ust á landa­mær­un­um.

Rúmlega 3.000 sýni voru tekin í gær. Hlutfall jákvæðra einkennasýna var fremur hátt eða 7,1% en hlutfall jákvæðra annarra sýna var lægra eins og jafnan er.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert