Fimmtíu greindust smitaðir af kórónuveirunni á Akranesi í gær, að því er lögreglan á Vesturlandi greinir frá á Facebook. 109 manns eru í sóttkví. Vegna ástandsins verða allir skólar bæjarins lokaðir á morgun, samkvæmt frétt Skagafrétta.
25 voru í einangrun á Akranesi í gær en sú tala hefur nú hækkað í 75.
Vegna smitfjöldans verður lágmarks starfsemi það sem eftir lifir dags á stofnunum Akranesbæjar. Þá eru foreldrar beðnir um að sækja börn sín um hádegið í dag ef það er þeim mögulegt.
Þá verða eldri börn grunnskóla send heim um hádegið og íþróttaæfingar á vegum félaga ÍA falla niður í dag og fram yfir helgi.
Frekari starfsemi raskast: þreksalurinn í Jaðarsbökkum er nú lokaður sem og móttaka einnota umbúða í Fjöliðjunni.