Banaslys í umferðinni

mbl.is

Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi sem varð síðdegis í gær þegar bíll fór út af Hvalfjarðarvegi á móts við Félagsgarð í Kjós. Hann var farþegi í bílnum. Ökumaður bílsins slasaðist alvarlega og er á gjörgæsludeild Landspítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Bíll fór út af vegi í kringum fimm leytið í gær við Laxárvog og kviknaði eldur í farartækinu. Áður hefur verið greint frá því að tveir hefðu verið fluttir á slysadeild nokkuð slasaðir.

Mikil hálka var á slysstað og á svæðinu í kring og gerði það slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum enn erfiðar fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert