Bónus hvetur til grímunotkunar

Frá Bónus í Skeifunni.
Frá Bónus í Skeifunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bónus hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fyrirtækið hvetur viðskiptavini sína til þess að bera grímur í verslunum sínum.

Fyrirtækið segir þetta gert vegna mikillar óvissu sem ríki sökum aukinnar tíðni kórónuveirusmita í samfélaginu. 

„Það er mikið álag á verslanir Bónuss um allt land og við berum öll mikla ábyrgð þegar kemur að baráttu við Covid-19 faraldurinn. Þar sem að fjöldi fólks heimsækir verslanir Bónuss um land allt hvetjum við okkar viðskiptavini að bera grímur og vernda þannig aðra viðskiptavini og okkar starfsfólk,“ er haft eftir Guðmundi Marteinssyni, framkvæmdastjóra Bónuss, í tilkynningunni.

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdatjóri Bónus.
Guðmundur Marteinsson, framkvæmdatjóri Bónus. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir mánuðir frá grímuskyldu í verslunum

Ekki ríkir grímuskylda í matvöruverslunum undir gildandi takmörkunum og afnámu flestar  matvöruverslanir grímuskyldu í verslunum sínum fyrir rúmum tveimur mánuðum, í byrjun september, eftir um tveggja mánaða valkvæða grímuskyldu.

Smitum hefur fljölgað undanfarið í samfélaginu og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði fyrr í dag inn minnisblaði til Svandísar Svavarsdóttur varðandi hertar takmarkanir innanlands. Má búast við því að innihald þess verði kynnt fyrir þjóðinni að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun.

Ekki er um að ræða skyldu hjá Bónusverslunum heldur einfaldlega hvatningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert