Jólin knýja á dyr við rætur Hallgrímskirkju

Við Hallgrímskirkju.
Við Hallgrímskirkju. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þótt enn séu 50 dagar til jóla mátti sjá fótfráan jólasvein á hraðferð í miðborg Reykjavíkur í gær. Margar verslanir eru þegar farnar að selja jólavarning og greiðsludreifingarfyrirtæki byrjuð að bjóða fólki að greiða desemberreikningana í febrúar.

Jólasveinar landsins hafa samt sem áður nægan tíma til stefnu en Stekkjastaur kemur til byggða aðfaranótt 12. desember, sem er eftir 38 daga. Miðar á jólatónleika eru enn fáanlegir og borð laus á mörgum jólahlaðborðum, sem hefjast senn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert